9.jpg

 SLIPPURINN VESTMANNAEYJAR

STAÐ- OG ÁRSTÍÐARBUNDin fjölskyldurekinn Veitingastaður Á HEIMAEY

SLIPPURINN er opinn frá enda maí - byrjun september*

En verðum þó með opið puffin run helgina 3. og 4. maí

Frá Mið-Sun frá 17.00-23.00 (eldhús lokar 22.00)

*Við tökum hópa utan opnunartíma - hafið samband á info@slippurinn.com

 
 
 

“Places like Slippurinn show how it is possible to run a sustainable restaurant while also respecting tradition. A restaurant should offer not just a gastronomic experience, but also embrace the values of respect for the land and the sea, as well as for the people who make their living from them.

Eating well and eating local is not an individualistic act, but a positive step towards improving the health of our communities.”
— Carlo Petrini, Founder of SLOW FOOD
The article was published in La Repubblica & the slow food website - click the picture for the article.

The article was published in La Repubblica & the slow food website - click the picture for the article.

 

SEÐLAR

Hér ERU allIR okkar seðlaR

 

ATH! Hópar sem innihalda 12 manns eða fleiri þurfa að fara í fyrirframákveðinn hópseðill, hægt er að sjá þá hér fyrir neðan. Þannig pantanir fara í gegnum info@slippurinn.com.

 

SÉRRÉTTASEÐILL

Matseðillinn okkar breytist ört yfir sumarið og því gæti hann hafa breyst örlítið þegar þú kemur til okkar.

MIÐ - SUN

17.00 - 23.00

(síðustu borð inn kl 21.45)  

SAMSETTIR SEÐLAR

Við mælum sérstaklega með samsettu margrétta seðlunum fyrir okkar gesti, þar er hægt að smakka okkar sérstæðustu rétti og notið þeirra á afslappaðan hátt.

Við fyllum borðin af mat og allt er gert til að deila og kemur jafnóðum úr eldhúsinu eins og það er klárt.

HÓPSEÐILL 2023

Við sérhæfum okkur í hópum af nánast öllum stærðum & gerðum. Hafðu samband hér og við svörum um hæl!

 

Matseðill fyrir krakka!

SLIPPURINN

Veitingastaðurinn SLIPPURINN var stofnaður árið 2012 í Magna húsinu, elsta steinsteypta húsi í Vestmannaeyjum sem skipar stóran þátt í sögu Vestmannaeyja.

Áður var þar starfrækt vélsmiðjan Magni sem þjónaði gamla bátaslippnum sem var staðsettur fyrir aftan húsið. Vélsmiðjan hafði verið hætt í 30 ár áður en við fjölskyldan tókum við húsnæðinu. 

Indíana hannaði veitingastaðinn með það að leiðarljósi að virða fyrri starfsemi hússins og hafa hönnunina látlausa en samt hlýlega. Staður með gott andrúmsloft, þar sem fólki líður vel.

Við erum öll frá eyjunni Heimaey. Við elskum eyjuna og eyjarnar í kring, samfélagið, okkar smábirgja og hrávörur í nærumhverfi. Við vinnum með smáframleiðendum, sjómönnum og bændum. Tínum villtar jurtir og sjávargrös og ræktum það sem er erfitt að fá annarsstaðar. 

Matargerðin okkar er bæði mjög staðbundin og árstíðarbundin og matseðillinn breytist viku frá viku frekar en á nokkra mánaða fresti eftir hráefnum sem hægt er að fá hverju sinni. Við tvinnum saman gömlum hefðum við nýjar ferskar aðferðir og viljum gera hversdagslegum íslenskum hráefnum hátt undir höfði.

Við óskum að gestir okkar skynji ástríðu að baki því að búa til veitingastað af þessari gerð, stað sem við viljum að bæjarbúar geti verið stoltir af.

Hægt er að lesa meira um okkur fjölskylduna á bakvið SLIPPINN neðar.

 

 

 

FJÖLSKYLDAN á bak við

 SLIPPINN

Hugmyndin kom frá Kötu Gísla á ættarmóti að opna veitingastað í Magnahúsinu sem hafði ekki verið notað í tugi ára. Við vildum gera stað sem að Eyjamenn gætu verið stoltir af, stað sem að myndi setja sér háleit markmið og bjóða upp á frábæran, staðbundin og árstíðarbundinn mat í heimabyggð. Þar sem gamlar hefðir myndu mæta nýjum aðferðum.

 

Við urðum öll strax heilluð af hugmyndinni sem var hljómaði mjög einföld, falleg og skemmtileg. Við áttuðum okkur þó fljótt á því að þetta átti eftir að verða töluvert erfiðara og flóknara en við gerðum okkur fyrst grein fyrir.

Gísli Matt var að útskrifast sem matreiðslumaður á þessum tíma, Indíana búinn með mastersnám í myndlist og á milli verkefna og Auðunn og Kötu langaði að skapa eitthvað nýtt í heimabyggð.

 

Slippurinn er samstarfsverkefni okkar fjögurra og við höfum notið góðs af því að eiga góða að. Við höfum verið einstaklega heppin með starfsfólk í gegnum árin sem hefur hjálpað okkur að keyra áfram hugsjónir okkar.

 

Við virkilega vonum að þú njótir að heimsækja okkur.

Velkomin á SLIPPINN!


 
KATRÍN GÍSLADÓTTIR

KATRÍN GÍSLADÓTTIR

KATA GÍSLA

Fædd 1. Mars 1960 í Vestmannaeyjum, kemur af miklum sjómannaættum. Hefur unnið á sjó, í veitingarekstri og lært ýmsar tegundir af listum og er algjör fagurkeri. 

Hún blessar Slippinn með ólýsanlegum sjarma, sér til þess að staðurinn líti vel út með aragrúa af jurtum og blómum sem hún ræktar í gróðurhúsinu sínu og garði. Svo er hún líka yfirþjónn staðarins.

Kata Gísla er mamma SLIPPSINS.

 

 


AUÐUNN

Fæddur 30. September 1956 á Siglufirði, flutti ungur til Vestmannaeyja til að fara til sjós og hefur unnið fyrir sér til sjós í rúmmlega fjörutíu ár. 

Erfitt er að finna mann með aðra eins seiglu og dugnað og Auðunn hefur reynst SLIPPNUM rosalega drjúgur í öllum framkvæmdum og viðhaldi með handlagni sinni.

Hann hjálpar einnig við að vinna ferska fiskinn sem við fáum; flaka, salta og verka.

Auðunn er pabbi SLIPPSINS.

AUÐUNN ARNAR STEFNISSON

AUÐUNN ARNAR STEFNISSON


INDÍANA AUÐUNSDÓTTIR

INDÍANA AUÐUNSDÓTTIR

INDÍANA

Fædd 5. Febrúar 1980 í Vestmannaeyjum og er elsta dóttir Kötu og Auðuns af fjórum börnum. Indíana er vel menntuð og getur allt. Hún er með mastersgráðu í myndlist frá Slade Í London og menntuð bæði sem húsa og húsgagnasmiður.

Hún hannaði veitingastaðinn og hefur gengið í öll verk SLIPPSINS. Allt frá framkvæmdum yfir í kokteilagerð. Hún hefur ótrúlegt auga fyrir alvöru gæðum og án hennar hefði SLIPPURINN aldrei verið í líkingu við það sem hann er í dag.

Indíana er framkvæmdastjóri SLIPPSINS. 


GÍSLI MATT

Fæddur 25. Mars 1989 í Vestmannaeyjum og er eini strákurinn og yngsta systkini af fjórum. Lærður matreiðslumeistari og hefur verið áberandi í uppgangi á íslenskri matargerð á síðustu árum þrátt fyrir ungan aldur.

Notkun á íslensku hráefni, vitneskja á mismunandi eldunar og verkunaraðferðum og virðing við náttúruna er honum afar mikilvæg og skín í gegn í matargerð hans.

Gísli er yfirmatreiðslumaður SLIPPSINS.

GÍSLI MATTHÍAS AUÐUNSSON

GÍSLI MATTHÍAS AUÐUNSSON


UPPLÝSINGAR &

ALGENGAR SPURNINGAR

 

- OPNUNARTÍMAR:
SLIPPURINN er opin FRÁ MAÍ - 29. ÁGÚST 2021

KVÖLD

MIÐ - SUN : 17:00-23.00 (síðustu borð inn kl 21:30)

(ATH! TÖKUM HÓPA ALLA DAGA VIKUNNAR - bæði hádegi og kvöld)

STAÐSETNING:
Strandvegur 76, 900 Vestmannaeyjar.

LEIÐARVÍSIR:
2mín gangur frá Herjólfsbryggju, fyrir GOOGLE maps klikkið hér.

HVERNIG ER HÆGT AÐ BÓKA:
Við mælum með að bóka hér á síðunni, tekur stutta stund og skilverkt. Annars er einnig hægt að hringja í síma 481-1515. Ef um hóp er að ræða, 12 manns eða fleiri mælum við með að senda á tölvupóstfangið info@slippurinn.com. 

Hægt er að sjá hópseðlanna okkar hér á síðunni.

ALGENGAR SPURNINGAR

Hvenær er SLIPPURINN opin?
Aðeins á sumrin.

Hvernig matur er á SLIPPNUM? Matseðillinn er mjög fjölbreyttur. Við leggjum sérstaka áherslu á ferskan, góða og hreinan mat í sátt við náttúruna og árstíðir. Við notum það ferskasta sem hægt er að fá á Íslandi yfir sumartíman og notum mikið af jurtum og grænmeti í bland við fiskmeti, skelfisk og kjötmeti. Við fylgjum bæði hugmyndarfræði nýnorrænnar matargerðar og SLOW FOOD.

Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á SLIPPNUM og hægt að treysta á það að allt er gert 100% á veitingastaðnum sjálfum. Við erum með mismunandi hádegis og kvöldseðla og einnig með barnamatseðil sem hægt er að sjá hér á síðunni.

Er hægt að koma bara í drykki? Já! Við leggjum mikið upp úr skemmtilegum kokteilaseðli og vera með gott úrval af íslenskum bjórum og vel völdum vínum bæði náttúruvínum og öðrum gæðavínum.

Hvað eru sæti fyrir marga? 

Það er pláss fyrir rúmlega 100 manns.

Takið þið á móti hópum - er hægt að leigja salinn?  JÁ! Við erum mjög reynd að taka á móti hópum. Hægt er að sjá hópmatseðla okkar hér á síðunni. Allir hópar 12 manns og fleiri þurfa að fara í hópmatseðil.

(ATH! TÖKUM HÓPA ALLA DAGA VIKUNNAR - bæði hádegi og kvöld)

Mikilvægt er að bóka þá í gegnum tölvupóstfang okkar info@slippurinn.com og taka framm ofnæmi og séróskir.

Það er einnig hægt að leigja salinn, endilega sendið fyrirspurn á tölvupóstfangið okkar.

Sjáiði um veislur út úr húsi?  JÁ! Við höfum mikla reynslu í veislum. Endilega sendið fyrirspurn á tölvupóstfangið okkar, info@slippurinn.com

Eruð þið með samsetta matseðla? Já! Við erum með nokkrar útgáfur; 3rétta,4 rétta og 8 rétta.

Eruð þið með tappagjald? Já, ef gestir kjósa að koma með eigin vínflösku er tappagjaldið 4500 kr. á flösku.

Er hægt að að kaupa hjá ykkur gjafabréf? Já, hægt er að kaupa gjafabréf hjá okkur fyrir hvaða upphæð sem er. Hægt er að fá þau á staðnum en við getum einnig sent í pósti eða tölvupósti.

Bjóðið þið upp á rétti fyrir grænmetisætur/vegan? Já auðvitað og leggjum upp úr því að vanda vel til verka.

Getið þið eldað eftir sérþörfum (v. óþols/ofnæmis/sérfæðis)? Við getum það, en mikilvægt er að láta vita af sérþörfum um leið og bókað er, þá getum við pottþétt verið undirbúin fyrir sérþarfirnar.

Hvaða greiðslukort taki þið? Öll helstu alþjóðleg kort; Visa, Mastercard en þó ekki American Express.

Er hjólastólaaðgengi? Nei, því miður var ekki hægt að koma því við. Veitingastaðurinn er á 2.hæð í rúmmlega 100 ára gömlu húsi og í anddyri hússins er hvorki rými fyrir lyftu né ramp og ekki má breyta húsnæðinu því það er friðað.

Eruð þið með barnastóla og skiptiborð? Já.

Eruð þið með barnamatseðil? Já. Hægt er að sjá hann hér á síðunni.

 

 

 

 

HAFÐU SAMBAND!

Ef þú þarft að bóka borð fyrir færri en 12 manns mælum við með að velja hnappinn hér í hægra horninu "BÓKA BORÐ". En gott er að nota formið hér að neðan fyrir aðrar fyrirspurnir eða hópabókanir.

 

Einnig er hægt að nota tölvupóstfangið info@slippurinn.com

 

 

STAÐSETNING

SLIPPURINN

Strandvegur 76

900 Vestmannaeyjar, ÍSLAND.