UPPLÝSINGAR &
ALGENGAR SPURNINGAR
- OPNUNARTÍMAR:
SLIPPURINN er opin FRÁ MAÍ - 29. ÁGÚST 2021
KVÖLD
MIÐ - SUN : 17:00-23.00 (síðustu borð inn kl 21:30)
(ATH! TÖKUM HÓPA ALLA DAGA VIKUNNAR - bæði hádegi og kvöld)
STAÐSETNING:
Strandvegur 76, 900 Vestmannaeyjar.
LEIÐARVÍSIR:
2mín gangur frá Herjólfsbryggju, fyrir GOOGLE maps klikkið hér.
HVERNIG ER HÆGT AÐ BÓKA:
Við mælum með að bóka hér á síðunni, tekur stutta stund og skilverkt. Annars er einnig hægt að hringja í síma 481-1515. Ef um hóp er að ræða, 12 manns eða fleiri mælum við með að senda á tölvupóstfangið info@slippurinn.com.
Hægt er að sjá hópseðlanna okkar hér á síðunni.
ALGENGAR SPURNINGAR
Hvenær er SLIPPURINN opin?
Aðeins á sumrin.
Hvernig matur er á SLIPPNUM? Matseðillinn er mjög fjölbreyttur. Við leggjum sérstaka áherslu á ferskan, góða og hreinan mat í sátt við náttúruna og árstíðir. Við notum það ferskasta sem hægt er að fá á Íslandi yfir sumartíman og notum mikið af jurtum og grænmeti í bland við fiskmeti, skelfisk og kjötmeti. Við fylgjum bæði hugmyndarfræði nýnorrænnar matargerðar og SLOW FOOD.
Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á SLIPPNUM og hægt að treysta á það að allt er gert 100% á veitingastaðnum sjálfum. Við erum með mismunandi hádegis og kvöldseðla og einnig með barnamatseðil sem hægt er að sjá hér á síðunni.
Er hægt að koma bara í drykki? Já! Við leggjum mikið upp úr skemmtilegum kokteilaseðli og vera með gott úrval af íslenskum bjórum og vel völdum vínum bæði náttúruvínum og öðrum gæðavínum.
Hvað eru sæti fyrir marga?
Það er pláss fyrir rúmlega 100 manns.
Takið þið á móti hópum - er hægt að leigja salinn? JÁ! Við erum mjög reynd að taka á móti hópum. Hægt er að sjá hópmatseðla okkar hér á síðunni. Allir hópar 12 manns og fleiri þurfa að fara í hópmatseðil.
(ATH! TÖKUM HÓPA ALLA DAGA VIKUNNAR - bæði hádegi og kvöld)
Mikilvægt er að bóka þá í gegnum tölvupóstfang okkar info@slippurinn.com og taka framm ofnæmi og séróskir.
Það er einnig hægt að leigja salinn, endilega sendið fyrirspurn á tölvupóstfangið okkar.
Sjáiði um veislur út úr húsi? JÁ! Við höfum mikla reynslu í veislum. Endilega sendið fyrirspurn á tölvupóstfangið okkar, info@slippurinn.com
Eruð þið með samsetta matseðla? Já! Við erum með nokkrar útgáfur; 3rétta,4 rétta og 8 rétta.
Eruð þið með tappagjald? Já, ef gestir kjósa að koma með eigin vínflösku er tappagjaldið 4500 kr. á flösku.
Er hægt að að kaupa hjá ykkur gjafabréf? Já, hægt er að kaupa gjafabréf hjá okkur fyrir hvaða upphæð sem er. Hægt er að fá þau á staðnum en við getum einnig sent í pósti eða tölvupósti.
Bjóðið þið upp á rétti fyrir grænmetisætur/vegan? Já auðvitað og leggjum upp úr því að vanda vel til verka.
Getið þið eldað eftir sérþörfum (v. óþols/ofnæmis/sérfæðis)? Við getum það, en mikilvægt er að láta vita af sérþörfum um leið og bókað er, þá getum við pottþétt verið undirbúin fyrir sérþarfirnar.
Hvaða greiðslukort taki þið? Öll helstu alþjóðleg kort; Visa, Mastercard en þó ekki American Express.
Er hjólastólaaðgengi? Nei, því miður var ekki hægt að koma því við. Veitingastaðurinn er á 2.hæð í rúmmlega 100 ára gömlu húsi og í anddyri hússins er hvorki rými fyrir lyftu né ramp og ekki má breyta húsnæðinu því það er friðað.
Eruð þið með barnastóla og skiptiborð? Já.
Eruð þið með barnamatseðil? Já. Hægt er að sjá hann hér á síðunni.