Our place

Veitingastaðurinn Slippurinn er í Magnahúsinu að Strandvegi 76 í Vestmannaeyjum þar sem áður var Vélsmiðjan Magni sem þjónaði gamla bátaslippnum. Byggingin er fyrsta steinsteypta húsið í Vestmannaeyjum, byggt árið 1912 og eina mannvirkið á hafnarsvæðinu sem er nógu gamalt til að heyra undir lög um húsafriðun.

Húsið ber sterkan vott um atvinnusögu Vestmannaeyja og þrátt fyrir breytta starfsemi þá hefur fyrra hlutverk þess verið haft að leiðarljósi við hönnun og gerð staðarins. Eftir að vélsmiðjan lokaði fyrir um 30 árum var húsnæðið aðallega nýtt sem veiðarfærageymsla fyrir útgerðarfyrirtæki. Húsið var lagfært að innan árið 2012 og þeir upprunalegu munir sem fyrir voru í húsinu fengu ný hlutverk.