Our food

Hugmyndafræðin að baki matnum er einföld; við gerum hann frá grunni úr hráefnum sem við þekkjum vel og leyfum réttunum okkar að breytast eftir því hvaða hráefni eru í árstíð.

Við fáum megnið af grænmetinu frá bændum af Suðurlandi og förum á fiskmarkaðinn rétt hjá til að sækja nýjan fisk. Við stundum heimaræktun á kryddjurtum og salati og sækjum okkur villtar jurtir og sjávargróður víðsvegar um eyjuna. Við notum gamlar og góðar vinnsluaðferðir á mat, eins og þurrkun, söltun, súrsun, reykingu, gerjun o.þ.h., í bland við nýjar til að skapa áhugaverðar áferðir og bragð.

Eldhúsinu er stjórnað af hinum unga og metnaðarfulla Gísla Matthíasi Auðunssyni.