Þjóðhátíðarvikan 2017

thjodhatidarleikur_2015

Það verður mikið fjör á Slippnum alla verslunarmannahelgina!!
Opnunartíminn er eins og hér segir:
Fim: 12:00-23:00
Fös-Sun: 12:00-20:00 (eldhús lokar 19:30)
Mán: 12:00-23:00
Þri: Lokað

HAPPY HOUR frá 13:00-15:00!!!
athugið að við tökum ekki niður borðapantanir á laugardags og sunnudagskvöld. 🙂

Slippurinn opnar 5. maí

 

SLIPPURINN | HEIMAEY | VESTMANNAEYJAR

Við erum reglulega spennt að opna aftur eftir vetrarlokunina!!

Opnunartími sumarsins verður á þessa leið:
frá 5.maí-28.maí opnar kl. 17:00
frá 29.maí-ágúst höfum við opið frá 12-14:30 & 17-23:00
(eldhús lokar kl. 22:00)

Tökum á móti hópum hvenær sem er.

Annað árið í röð - Slippurinn einn af bestu veitingastöðum Íslands skvt. White Guide

white-guide-nordic-2017-3

Annað árið í röð komumst við í eitt af efstu sætunum á lista White Guide yfir bestu veitingastaði á Íslandi en White guide er handbók yfir bestu veitingastaði Norðurlandanna.
Við erum ótrúlega stolt og ánægð með árangurinn og mikil viðurkenning fyrir okkar litla fjölskyldurekna sumarveitingastað á landsbyggðinni.

Við erum nú að hefja okkar sjötta sumar og munum halda áfram að vera framsækin og metnaðarfull. Vestmannaeyjar eru okkur óendanleg uppspretta innblásturs og hráefni úr heimabyggð mun halda áfram að vera í aðalhlutverki. 

Okkur langar að þakka okkar frábæra starfsfólki sem hefur hjálpað okkur í þessu verkefni sem og fjölskyldu og vinum sem eru ávallt tilbúin að hjálpa og auðvitað til hamingju allir sem komust á listann!

Slippurinn í White Guide

14482160_1646604245637962_7654024281482854400_n

 

Slippurinn á White Guide lista yfir bestu veitingastaði landsins

white_guide_nordic_2016_cover_web_0

Við erum óendanlega stolt og ánægð með að hafa verið í 2.sæti yfir bestu veitingastaði á öllu Íslandi í White Guide sem er handbók yfir bestu veitingastaði Norðurlandanna!!! Systur-veitingastaður okkar, Matur og Drykkur náði líka inn á listann þrátt fyrir að vera aðeins rétt rúmlega ársgamall.

Þessi viðurkenning fyrir lítinn, fjölskyldurekinn sumarveitingastað á landsbyggðinni er hreint ómetanleg fyrir okkur. Fyrir fimm árum byrjuðum við að byggja upp fjölskyldufyrirtækið og höfðum frá degi eitt skýrar hugmyndir um hvert við vildum stefna, við vildum gera frábæran mat og drykki úr því fjölbreytta hráefni sem eyjarnar hafa upp á að bjóða.
Okkar bestu þakkir til okkar frábæra starfsfólks og vina og vandamanna sem hafa lagt hönd á plóg og til hamingju allir sem komust inn á þennan lista. Takk til allra sem hafa heimsótt okkur og vonandi sjáum við enn fleiri andlit á komandi sumrum!

http://www.whiteguide-nordic.com/country/iceland

Lokað yfir veturinn

 

Við opnum aftur í byrjun maí, nánari dagsetning kynnt síðar.

Stutt kynning um SLIPPINN!!

Stutt kynningarmyndband um fjölskyldurekna veitingastaðinn okkar í Vestmannaeyjum. Vídjóið var unnið af Arnari Huga Birkissyni, sem rekur Huginn Productions og við erum honum ótrúlega þakklát!! Einnig stórt takk til Retró Stefsson fyrir að leyfa afnot af tónlist sinni!

 

 

Opnunartími yfir Þjóðhátíð

Opnunartími Þjóðhátíðar verður eftirfarandi:
fös-sun 12:00-20:00
mán 12:00-22:00
Lokað þriðjudag og miðvikudag.
Athugið að við tökum ekki borðapantanir laugardag og sunnudag.
Við höldum okkar matseðli fyrir utan 5 rétta matseðlana.
Sjáumst á Þjóðhátíð! 🙂

 

Slippurinn opnar 6. maí

jurtatinsla
Opnunartími sumarsins verður á þessa leið:
frá 6.maí-22.maí opnar kl. 17:00
frá 23.maí-ágúst höfum við opið frá 12-15:00 & 17-23:00
(eldhús lokar kl. 22:00)

Tökum á móti hópum hvenær sem er.

 

Gísli yfirkokkur eldar í útgáfuhófi Magnus Nilson

gisli_magnusnilson

Gísli Matthías, yfirkokkur Slippsins ferðaðist til Bandaríkjanna í nóvember til að elda fyrir gesti í tilefni af útgáfu matreiðslubókar Magnus Nilsson, The Nordic Cook Book.
Magnus Nilsson þykir einn af áhugaverðustu matreiðslumönnum samtímans og rekur hinn margverðlaunaða stað, Faviken í Norður Svíþjóð. Magnus Nilsson ferðaðist til 6 borga í Bandaríkjunum í tilefni af útgáfu bókarinnar og fékk til liðs við sig frábæra matreiðslumenn til að sjá um kvöldverð á hverjum stað:
Daniel Burns – Boston
Frederik Berselius – New York
Christopher Haatuft – New Orleans
Gísli Matthías Auðunsson – Austin
Emma Bengtsson – San Franscisco
Even Ramsvik – Portland

Matseðill Gísla var eftirfarandi:

Harðfiskflögur
með brenndu mysusmjöri og söl

Lúðusúpa
Þurrkaðir ávextir, kræklingur og dill

Taðreyktur silungur
brennd flatkaka, sýrður rjómi og hrogn

Heileldaður lamba haus
brasaðar tungur, pönnukökur og meðlæti

Skyr
hafrar og hundasúrur

lambahaus

Sumarið er alveg að verða búið!

Við erum byrjuð að draga saman seglin fyrir vetrarlokun og í september er aðeins opið eftirfarandi daga:
3.-5. september
10.-12. september

IMG_5679

Þjóðhátíð 2015!!!

thjodhatidarleikur_2015

Það verður mikið fjör á Slippnum alla verslunarmannahelgina og við höldum góða matseðlinum okkar!
Opnunartíminn er eins og hér segir:Fim: 12:00-24:00
Fös-Sun: 12:00-20:00 (eldhús lokar 19:30)
Mán: 12:00-22:00
Þri-Mið: Lokað

HAPPY HOUR frá 13:00-14:00!!!
athugið að við tökum ekki niður borðapantanir yfir Verslunarmannahelgina. 🙂

Við erum búin að opna!

goslok vestmannaeyjar slippurinn

Matargerðin, þjónustan og umhverfið hefur allt slípast til með tímanum og við eigendurnir og starfsfólkið nýtum hvert tækifæri til að gera betur á öllum sviðum.
Hugmyndafræðin okkar er einföld, við viljum næra andann með því að bjóða upp á góðan og áhugaverðan mat og drykk í umhverfi sem er skemmtilegt að heimsækja.
Okkur finnst gaman að elda og gaman að borða og við elskum að koma bragðlaukunum á óvart með íslensku hversdagslegu hráefni sem er notað á frumlegan hátt.
Tíminn í vetur var vel nýttur!
Gísli Matthías opnaði nýtt veitingahús í Reykjavík sem heitir Matur og Drykkur en sá staður hefur hlotið mikið lof fyrir að setja ferskan blæ á íslenska matargerð.
Gísli verður þó allt sumarið að vinna hjá okkur á Slippnum og frábærir kokkar taka við keflinu á Mat og Drykk á meðan! Indíana skellti sér í frekara nám og lærir nú húsgagnasmíði í Reykjavík yfir veturinn. Kata, Auðunn og afi Gísli bættu alla aðstöðu sem Slippurinn þarf á að halda en það er ekki lítið sem svo stórt hús krefst. Kata er með alla ræktun fyrir Slippinn á hreinu og á tímabili fyrr í vor leit Slippurinn út fyrir að vera hálfgert gróðurhús á meðan forræktun frá fræi fór fram.
Síðasta sumar voru helstu breytingarnar aukin notkun á góðu hráefni í kokteilanna okkar eins og hvönn, hundasúrur, kerfil, blóðberg og fleira og það skilaði okkur til NEW YORK síðastliðið haust á stóra Norræna matarhátíð sem við héldum meðal annars námskeið í að gera kokteila úr ferskum jurtum í einni stærstu kokteilaborg heims!
Fyrir þetta sumar viljum við byggja á því sem við höfum unnið að síðustu sumur og bæta okkur enn frekar og gera alla upplifun á mat og drykk á Slippnum enn betri.
Ýmislegt nýtt verður á matseðlinum en það allra vinsælasta heldur sér auðvitað. Við verðum með opið öll kvöld í maí, en bætum svo við og höfum opið frá hádegi fram á kvöld í júní, júlí og eitthvað fram í ágúst. Undirbúningurinn fyrir sumarið er löngu hafinn, við erum byrjuð að pikkla, salta, þurrka og reykja, rækta, smíða, mála, hanna, breyta og bæta.
Gróskan í matarmenningunni í Vestmannaeyjum er virkilega skemmtileg og okkar sýn er að Vestmannaeyjar verði aðalstaðurinn í matartengdri ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

 

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR
Í SUMAR!
Bestu kveðjur, Gísli, Indíana, Kata og Auðunn.

Slippurinn á NORTH 2014 í New York

Slippurinn tekur þátt í matarhátíðinni NORTH FOOD FESTIVAL fyrir Íslands hönd, hátíðin er stærsta Norræna matarhátíðin í Bandaríkjunum og önnur stærsta Norræna matarhátíð í heimi.

Á laugardeginum 13. sept. tökum við þátt í North Tasting & Demo day og bjóðum upp á sýnikennslu og smakk af okkar sérstöku kokteilum. Kokteilarnir okkar hafa hlotið mikla athygli en þeir eru að mestu leyti unnir úr hráefni sem vex á eyjunni ásamt öðrum íslenskum vörum. Í þeim er m.a. Reyka Vodki, Brennivín og líkjörarnir Björk og Birkir.

Á sunnudags og mánudagskvöld verðum við með margrétta veisluseðil á hálfíslenska veitingastaðnum SKÁL. Matseðillinn er unnin í samstarfi við yfirkokk SKÁL, James Kim. Þar leikum við okkur með klassíska íslenska rétti eins og til dæmis sviðakjamma og margt það besta frá okkar eigin matseðli. Við bjóðum m.a. upp á reyktu ýsuna hans Gríms Kokks og hágæða humarhala frá uppáhalds humarvinnslunni okkar; Fiskvinnslunni Narfa. Hægt verður að panta kokteilana frá okkur sem og Einstök bjórana.

Hér hægt að bóka borð: http://skalnyc.com/reservations/
Hér má lesa nánar um hátíðina, dagskránna og þátttakendur: http://northfoodfestival.com/

Við erum ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn fyrir þessa ferð, takk allir sem hafa komið að því að hjálpa okkur við kynninguna og sérstakar þakkir fá: Icelandair, Vífilfell, Foss Distillery, Grímur Kokkur & Fiskvinnslan Narfi.

Sumarið er að klárast

Nú fer að byrja að hausta og sumarævintýri Slippsins er alveg að ljúka. Við erum þvílíkt þakklát fyrir viðtökurnar í sumar og svo margt í okkar starfi orðið betra og mótaðra. Það eru enn nokkrir dagar til stefnu fyrir þá sem ætla ekki að missa af Slippnum í ár.

Næstu tvær vikur verður lokað á mánudögum og þriðjudögum og lokadagurinn hjá okkur verður 6.september. Þeir sem eiga gjafabréf er bent á að þau má nýta á næsta ári.

Þjóðhátíð á Slippnum

IMG_1872

Það verður opið alla helgina hjá okkur og við höldum sama flotta matseðli
og hækkum ekki verðin yfir þjóðhátíðina!
HAPPY HOUR verður á sínum stað frá
13:00-15:00 FÖS-ÞRI.
(aðra daga 22:00-23:00)

OPNUNARTÍMINN YFIR ÞJÓÐHÁTÍÐ:
FIM: 17:30-24:00, FÖS: 12:00-20:00
LAU: 12:00-20:00, SUN: 12:00-20:00
MÁN: 12:00-24:00, ÞRI: 12:00-24:00
(Lokað MIÐVIKUDAG & FIMMTUDAG!)

slippurinn

GOSLOK & AFMÆLI SLIPPSINS

Helgin 4.-7.júlí

Já, Slippurinn á AFMÆLI!!  Það var árið 2012 um Goslokahelgina sem við fyrst opnuðum dyrnar fyrir matargesti.

Það verður því brjáluð afmælisstemmning á Slippnum alla helgina. Á föstudag kl. 16:00 opnar myndlistarsýning Heimis Björgúlfssonar og sama dag tekur Goslokamatseðillinn gildi. Barinn verður opinn frameftir með sína frábæru kokteila.

Á laugardagskvöld á Skipasandi stöndum við svo útivaktina með veitingasölu og grillveislu fram á rauða nótt.

Goslokamatseðill kvöldsins er val um eftirfarandi:

SEÐILL 1

GRAFIÐ LAMB
með svartrót, geitaosti og truffluolíu

FISKUR DAGS
með seljurót, smælki, sinnepi og laukum

GOSLOKA-EFTIRRÉTTUR
með rabbabara, hvönn, hrauni og reyk

5490 kr. 

SEÐILL 2

HUMARHALAR 
með græneplum, brenndu smjöri og dilli

NAUTALUND
með kartöfluköku, jarðskokkum, uxahala og soðsósu

GOSLOKA-EFTIRRÉTTUR
með rabbabara, hvönn, hrauni og reyk

7990 kr.

slippurinn_lounge

Shellmótið í Eyjum

Opið alla Shellmóts helgina frá 17:30. Minnum á HAPPY HOUR frá 22-23 hvert einasta kvöld þar sem hægt er að bragða á kokteilunum okkar vinsælu á góðu verði!

Í setustofunni verða beinar útsendingar RÚV frá HM í fótbolta.

 

Tilvalið að kíkja í drykk og léttar veitingar en í sumar byrjuðum við að bjóða upp á létta rétti í setustofunni.

Þar er nú hægt að fá stóra og góða kjötpylsu, saltfisk krókettur, loðnu á ristuðu brauði, fisk & remúlaði, brauð og ristaðar hnetur sem parast frábærlega vel með bjórúrvalinu okkar.

Á bjórseðlinum okkar höfum við yfir 20 tegundir af íslenskum bjórum.