Info

OPNUNARTÍMI:
ATH. AÐEINS OPIÐ FRÁ MAÍ-SEPTEMBER
Eldhús:
12:00-14:30 (22.maí-15.ágúst)
17:00-22:00

(Lokadagur fyrir veturinn verður 9. september)

STAÐSETNING:
Strandvegur 76, 900 Vestmannaeyjum

LEIÐARVÍSIR:
2mín gangur frá Herjólfsbryggju
Smellið hér fyrir Google Kort

HVERNIG ER HÆGT AÐ BÓKA:
Hægt er að bóka með því að nota
bókunarformið hér á síðunni eða
í síma 4811515. Einnig má senda
tölvupóst á info@slippurinn.com

ALGENGAR SPURNINGAR:

Hvenær er Slippurinn opinn? Aðeins á sumrin, frá maí og fram í september.

Hvers konar mat er hægt að fá á Slippnum? Matseðillinn er mjög fjölbreyttur. Við leggjum sérstaka áherslu á ferskt og gott sjávarfang og erum líka með afbragðsgóða kjötrétti. Einnig er að finna léttari rétti og auðvitað erum við með barnamatseðil líka.  Við notum það sem er ferskast í hverri árstíð og fylgjum bæði nýnorrænum áhrifum og hugmyndafræði Slow Food.

Hvað eru sæti fyrir marga? Í aðal veitingasalnum eru sæti fyrir um 80 manns og í hliðarsal, sem hentar fyrir minni hópa eru sæti fyrir 14 manns. Einnig eru fleiri sæti við bar og í setustofu.

Er hægt að koma með hópa eða leigja salinn? Já! Við erum mjög reynd í að taka á móti hópum af öllum stærðum. Hópar stærri en 12 manns þurfa að velja fyrirfram af hópmatseðli.

Er hægt að koma bara í drykk? Já auðvitað! Við erum einmitt með okkar eigin kokteilaseðil og frábært úrval af íslenskum bjórum (u.þ.b. 20 tegundir).

Eruð þið með smakkseðil? Já, við bjóðum upp á nokkra 5 rétta seðla með öllum vinsælustu réttunum okkar á. Einnig er 3 rétta seðill sem uppfærist daglega.

Eruð þið með tappagjald? Já, ef gestir kjósa að koma með eigin vínflösku þá er tappagjaldið 2500 kr. á flösku.

Er hægt að kaupa hjá ykkur gjafabréf? Já, hægt er að kaupa gjafabréf hjá okkur fyrir hvaða upphæð sem er. Hægt er að fá þau á staðnum en við getum einnig sent í pósti eða tölvupósti.

Bjóðið þið upp á rétti fyrir grænmetisætur / Vegan? Já auðvitað, við erum með slíkan rétt á seðli og getum útfært nokkra rétti þannig að þeir henti grænmetisætum/vegan. Einnig erum við með 5 rétta set menu fyrir grænmetisætur.

Getið þið eldað eftir sérþörfum (v. óþols/ofnæmis/sérfæðis)? Við getum það, best er að láta vita af sérþörfum um leið og bókað er, þá getum við pottþétt verið undirbúin fyrir sérþarfirnar.

Eruð þið með barnastóla og skiptiborð?  Já.

Eruð þið með barnamatseðil? Já.

Er hjólastólaaðgengi?  Nei, því miður var ekki hægt að koma því við. Veitingastaðurinn er á 2. hæð í rúmlega 100 ára gömlu húsi og í anddyri hússins er hvorki rými fyrir lyftu né ramp.

Hvaða greiðslukort takið þið? Öll helstu alþjóðlegu kortin; Visa, Mastercard, American Express o.fl.

Fyrir frekari upplýsingar, sendið okkur fyrirspurn á info@slippurinn.com